Veitingahús
Fimm veitingahús tengjast rekstri hótela Gistivers og er metnaður lagður í að útbúa mat úr óspilltu fersku hráefni úr íslenskri náttúru.
Óx
Smár en knár - 11 sæta veitingastaður sem var valinn besti veitingastaður Íslands af White Guide Nordic 2019 - 2020. Gestir sitja og fylgjast með kokkinum útbúa rétti sem byggja á gamalli íslenskri matargerð með áhrifum frá Evrópu. Bakgrunnurinn er gömul eldhúsinnrétting frá 1961 sem skapar notalega og persónulega stemmingu.