Dótturfélög
Gistiver rekur fjögur hótel í samvinnu við aðra rekstaraðila. Þau eru ION Adventure Hotel í útjaðri Þingvalla, ION City Hotel á Laugavegi í Reykjavík, Hótel Búðir á Snæfellsnesi og Opal Apartments á Laugavegi í Reykjavík.
Ion Adventure Hotel
er staðsett í einni mestu náttúruperlu landsins í nágrenni Þingvalla. Hótelið er meðlimur Design Hotels og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir hönnun. Umhverfisvænar lausnir og hugvitssamleg nýting á náttúrulegum efnum eru grundvallarþættir í hönnun og byggingu hótelsins.
Hótel Búðir
er 28 herbergja hótel sem hefur verið í helmingseigu Gistivers síðan vorið 2013. Hótel Búðir hefur langa sögu og er tvímælalaust eitt fegursta sveitahótel á Íslandi. Hótelið hefur lengi verið þekkt fyrir veitingastaðinn sem útbýr sælkerarétti úr ferskum íslenskum afurðum frá bændum og sjómönnum í nágrenninu.
Opal Apartments
Í janúar 2017 eignaðist ION hótel ehf. "boutique" íbúðahótelið Opal Apartments í miðbæ Reykjavíkur. Alls eru átta rúmgóðar hótel íbúðir í boði sem geta hýst allt að átta manns. Allar íbúðirnar eru búnar fallegum húsgögnum og henta vel þeim sem leita að fallega útbúnu heimili meðan á dvöl þeirra Íslandi stendur.