Screen Shot 2019-10-29 at 11.00.15.png

Veitingahús

 
Screen Shot 2019-10-29 at 11.00.15.png

Veitingahús

Fimm veitingahús tengjast rekstri hótela Gistivers og er metnaður lagður í að útbúa mat úr óspilltu fersku hráefni úr íslenskri náttúru.

 

Hótel Búðir

Maturinn á Búðum hefur lengst af verið eitt helsta aðdráttarafl staðarins. Hann á langa sögu og var á sínum tíma frumkvöðull á Íslandi í þeirri matargerð sem tengist „New Nordic Cuisine“ þar sem ferskt íslenskt gæðahráefni úr nærumhverfinu er í aðalhlutverki.

 

Súmac Grill + Drinks

Á Súmac er óspillt ferskt hráefni úr íslenskri náttúru matreitt undir áhrifum Miðausturlanda. Brögð einkennast af eldgrilluðum réttum, fjarrænum og framandi kryddum.

 

Óx

Smár en knár - 11 sæta veitingastaður sem var valinn besti veitingastaður Íslands af White Guide Nordic 2019 - 2020. Gestir sitja og fylgjast með kokkinum útbúa rétti sem byggja á gamalli íslenskri matargerð með áhrifum frá Evrópu. Bakgrunnurinn er gömul eldhúsinnrétting frá 1961 sem skapar notalega og persónulega stemmingu.

 

Silfra - Ion Hotel

Silfra er staðsett á Ion hótelinu við Nesjavelli. Þar er metnaður lagður í að matreiða “slow food” úr besta íslenska hráefninu hverju sinni. Mikið úrval íslensks bjórs, líkjöra og annars áfengis úr íslenskum brugghúsum er í boði á Silfru.